Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.
Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.
Aðstandendur:
Höfundar: Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir
Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson
Stílisti: Eva Signý Berger
Sviðshreyfingar: Cameron Corbett
Framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra: Hjalti Vigfússon
Flytjendur: Axel Ingi Árnason og Bjarni Snæbjörnsson