Hæfileikakeppni Akureyrar 2023
Hæfileikakeppni Akureyrar er árlegur viðburður fyrir börn í 5. - 10. bekk. Eins og orðið hæfileikakeppni gefur til kynna er um að ræða fjölbreytta keppni enda geta hæfileikar verið afar fjölbreyttir. Dæmi um atriði sem gætu skráð sig til leiks geta verið á sviði sönglistar, leiklistar, danslistar, töfrabragða og hljóðlistar svo eitthvað sé nefnt. Atriðin geta verið einstaklingsatriði, paraatriði eða hópatriði.
Með viðburðinum viljum við vinna með styrkleika og og hæfileika barna og unglinga. Slíkur viðburður getur verið vettvangur fyrir ungt fólk á Akureyri til þess að koma sér á framfæri en fyrst og fremst er um að ræða mikilvægan stökkpall fyrir einstaklinga til þess að stíga út fyrir þægindarammann sinn.
Skráning í keppnina HÉR
Skráning er til og með 14. apríl.
Áhorfendur athugið
Enginn aðgangseyri er inn á keppnina og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Húsið opnar kl. 15.30.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.