Fara í efni
Dags Tími
02 .sep '22 20:00
03 .sep '22
04 .sep '22
05 .sep '22
06 .sep '22
07 .sep '22
08 .sep '22
09 .sep '22
10 .sep '22

Hér er leikskráin. 

 

ATHUGIÐ; ÞAÐ VERÐA AÐEINS FJÓRAR SÝNINGAR Í HOFI ÁÐUR EN SÝNINGIN FER Í BORGARLEIKHÚSIÐ

„Ó, þetta er hamingjudagur, þetta verður enn einn hamingjudagur!“ segir Vinní, frægasta kvenpersóna Samuels Becketts. Hún er ákveðin í því að finnast lífið hamingjuríkt og fallegt, þrátt fyrir að útlitið sé allt annað en bjart.

Hamingjudagar er um takmarkalausan lífsvilja manneskjunnar og ódauðleika bjartsýninnar og er áreiðanlega lang skemmtilegasta leikrit nóbelshöfundarins sem lætur gamminn geisa með hrífandi húmor, visku og ólíkindi.

Samuel Beckett er fæddur í Dublin á Írlandi föstudginn 13. apríl árið 1906. Hann settist að í París árið 1937. Hamingjudagar var frumflutt í Cherry Lane-leikhúsinu í New York 17. september 1961 og frumsýnt á Íslandi í Lindarbæ í Reykjavík árið 1965 á vegum leikhópsins Grímu í leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Beckett hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. Hann lést í París árið 1989.

Höfundur Samuel Beckett
Þýðing Árni Ibsen
Leikarar Edda Björg Eyjólfsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson
Leikstjórn Harpa Arnardóttir
Leikmynd og búningar Brynja Björnsdóttir
Lýsing Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist Ísidór Jökull Bjarnason
Þýðing yfirfarin Hafliði Arngrímsson