Fara í efni
RIGG viðburðir
Dags Tími
11 .des '21 19:00
12 .des '21
Heimilt er að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum að uppfylltum skilyrðum: Allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, verða að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst. eða PCR prófi. Vottorð um nýlega COVID-19 sýkingu eru einnig tekin gild (eldra en 14 daga en yngra en 180 daga).
Nauðsynlegt er að bóka tíma í hraðpróf. Prófin þarf að taka á viðurkenndum stöðum. Heimapróf eru ekki tekin gild. Hraðprófin eru frí. 
 
Bóka hraðpróf

Strandgata 31
Opnunartími fyrir hraðpróf alla daga frá kl: 11:15 til 12:30 nema föstudaga og laugardaga til kl. 14.00.

Hvannavellir 10 (gamla Hjálpræðishershúsið)
Frá og með fimmtudeginum 18. nóvember færast hraðprófin sem fóru fram við Borgir að Hvannavöllum 10 (gamla Hjálpræðishershúsið). Opnunartími er:

Mánudaga til miðvikudaga 8:15 – 15:45
Fimmtudaga 8 - 18
Föstudaga 8 – 20
Laugardaga 10 – 16
Sunnudaga 10 – 14
Ath að laugardaginn 11. desember er opið til 17:15.

 

Það verður sannkölluð hátíð í Hofi laugardaginn 11. desember þegar Friðrik Ómar og hljómsveit Rigg viðburða taka á móti prúðbúnum gestum á aðventunni. Jólatónleikarnir Heima um jólin hafa fest sig rækilega í sessi og eru stærstu árlegu jólatónleikarnir á landsbyggðinni og hafa frá upphafi verið haldnir í Menningarhúsinu Hofi. Sem fyrr verður boðið upp á vel útfærða blöndu af tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Friðrik Ómar fær til sín frábæra söngvara og vini sem eiga eflaust eftir að framkalla hverja gæsahúðina á fætur annarri og kitla hláturtaugarnar.

Ekki verður hlé á viðburðinum.

Gestgjafi og söngur:
Friðrik Ómar

Gestasöngvarar:

Dísella Lárusdóttir
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Jógvan Hansen

Hljómsveit Rigg viðburða:

Ingvar Alfreðsson píanó og útsetningar
Jóhann Hjörleifsson trommur
Jóhann Ásmundsson bassi
Kristján Grétarsson gítar
Diddi Guðnason slagverk
Sigurður Flosason blásturshljóðfæri
Ásamt strengjakvartett og Raddsveit

Vertu með í jólaveislu ársins í Hofi.
Við hlökkum svo óskaplega mikið til!

 

Miðasala hefst föstudaginn 15. október kl. 13:00 á mak.is og tix.is.

Verðsvæði A: 10990 (gólf og bekkur 1-2 á svölum)
Verðsvæði B: 8990 (bekkur 3-6 á svölum)
Verðsvæði C: 6990 (bekkur 7-10 á svölum)

 

Hljóðmeistarar: Haffi Tempó og Björgvin Sigvaldason
Ljósameistari: Helgi Steinar Halldórsson
Verkefnastjóri: Haukur Henriksen
Stjórnandi: Friðrik Ómar
Framleiðandi: Rigg viðburðir