Ath. panta þarf miða á tónleikana vegna gildandi fjöldatakmarkana. Tónleikunum verður einnig streymt beint.
Þessir tónleikar eru afmælisveisla Tónlistarfélagsins á 250 ára ártíð Beethovens. Verkin á efnisskránni einkennast af birtu, gleði og krafti og tilheyra því tímabili í lífi Beethovens áður en hann fór að missa heyrn að ráði. Fyrir tónleikana verður stutt kynning á verkunum þar sem farið verður í stef og uppbyggingu verkanna fyrir þá sem áhuga hafa.
Flytjendur eru Ásdís Arnardóttir selló, Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópran, Michael Jón Clarke baritón, Michael Weaver klarinett, Jón Sigurðsson, Lidia Kolosowska og Þórarinn Stefánsson píanóleikarar, ásamt nemendum Ásdísar.
Efnisskrá:
Menúet í G-dúr
Sonata í A-dúr opus 68 fyrir selló og píanó
Dúett úr Töfraflautunni eftir Wolgang Amadeus Mozart - Bei Männern, welche Liebe fühlen
Sjö Tilbrigði um stef úr Töfraflautunni Wo O 46 fyrir selló og píanó
Tríó fyrir klarinett, selló og píanó í B-dúr, opus 11
Óðurinn til gleðinnar úr 9. sinfóníunni
Tónleikarnir eru hluti af Beethovenhátíð sem Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar. Tónlistarsjóður og Akureyrarbær styrkir tónleikana.
Enginn aðgangseyrir en frjáls framlög eru vel þegin.
Ath. panta þarf miða á tónleikana vegna gildandi fjöldatakmarkana.
Tónleikunum verður streymt beint á mak.is