Fara í efni
Dags Tími
14 .okt '18 16:00

Lýðveldið Eistland – 100 ára hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Stór hópur Eistlendinga hefur búið og starfað á Norðurlandi um árabil. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar að heiðra tónlistararf Eistlendinga á hátíðartónleikum í Hömrum þann 14. október. Hinn virti hljómsveitarstjóri Erki Pehk frá Eistlandi mun stjórna hljómsveitinni þegar flutt verða m.a. meistaraverkin Spiegel in Spiegel eftir Arvo Pärt, The Girl and the Dragon eftir Risto Laur og „Kreegi Vihik“ (Kreek’s Notebook) eftir Tõnu Kõrvits fyrir kammerkór og strengjasveit. 


Arvo Pärt þarf vart að kynna enda verk hans reglulega flutt um allan heim. Tõnu Kõrvits verður fulltrúi eistneskra tónskálda af yngri kynslóðinni en hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir tónlist sína jafnt í heimalandinu sem erlendis. Risto Laur hefur búið á Íslandi um árabil og getið sér gott orð sem tónskáld, rithöfundur og píanisti. Auk hans starfar fjöldi Eistlendinga við tónlist á Norðurlandi og munu margir þeirra taka þátt í þessum tónleikum. Það verður spennandi að sjá hvað þessir eistnesku vinir okkar draga upp úr hattinum.

 

Höfundar: Arvo Pärt, Risto Laur, Eduard Oja, Jaan Rääts og Tõnu Kõrvits Einleikarar: Risto Laur (píanó) og Indrek Leivategija (selló) Hljómsveitarstjóri: Erki Pehk.

 

 

TÓNLEIKASKRÁ MÁ FINNA HÉR