Fara í efni
Dags Tími
30 .okt '24 18:00

Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri bjóða þér og öllum þínum á hryllilega hrekkjavökutónleika í Hamraborg, Hofi - miðvikudaginn 30. október kl. 18:00.
Flutt verður glæný draugasaga samofin við ýmis óhugnanleg hrekkjavökustef blásarasveitanna. Sérstakir gestir á tónleikunum verða nemendur úr strengjasveit 3 sem þýðir að fram koma hátt í 70 nemendur Tónlistarskólans á Akureyri.

Aðgangur er ókeypis!

Draugasögumaður: Ívar Helgason
Stjórnendur: Sóley Björk Einarsdóttir, Emil Þorri Emilsson & Eydís S. Úlfarsdóttir

Hræðilega góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hvetjum alla til þess að mæta í hrekkjavökubúning og halda upp á hrekkjavökuna með okkur!