Fara í efni
Dags Tími
17 .apr 16:00
Verð frá 8.990 kr.

KAUPA GJAFABRÉF

„Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís."

Jóhannesarpassía Bachs, sem er stundum kölluð drottning allra tónverka, verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands og einvala liði einsöngvara í Dymbilvikunni.

Frásögnin af síðustu stundum píslarsögu Krists eins og hún er sögð í guðspjalli Jóhannesar.  
Handtaka hans, yfirheyrsla, krossfesting og loks dauði er umfjöllunarefnið í þessu einu ástsælasta stórvirki Bachs. Í Jóhannesarpassíunni er það sögumaður sem syngur frásögnina en kórar og einsöngvarar eru í hlutverki persónanna. Reglulegu er atburðarásin skreytt með aríum og kóratriðum þar sem efni guðspjallsins er skoðað og tilfinningar um það eru tjáðar. Þannig er farið talsvert dýpra í guðspjallið en ef sagan væri eingöngu sögð eins og hún kemur fyrir í frásögn Jóhannesar í ritningunni.

Einsöngvarar: Hildigunnur Einarsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Þorbjörn Rúnarsson.

Kórar: Kór Akureyrarkirkju og Kammerkór Norðurlands.

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnarson