Kvennasagan á hundavaði-drepfyndin sagnfræði með söngvum! -Leikfélag Akureyrar sýnir
Kvennalistinn 1908 var róttækasta bylting Íslandssögunnar - Pussy Riot í peysufötum
HUNDUR Í ÓSKILUM er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum hér og sunnan heiða góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaunin árið 2012 og Öldina okkar sem gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu og svo í Borgarleikhúsinu í kjölfarið. Hér leiða þeir aftur saman hunda sína undir stjórn Ágústu Skúladóttur leikstjóra.
HUNDUR Í ÓSKILUM heldur hér áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttu.
Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum - raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum.
HUNDUR Í ÓSKILUM veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar.
Úr gagnrýni um Kvenfólk
"Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum."SJ Fréttablaðið.
“Grjóthörð femínisk grínsýning sem fær bæði harðkjarna feminista og styttra komna til að veltast um að hlátri og tárfella” Sóley Björk Stefánsdóttir Akureyri Vikublað
“Mjög vel sviðsett…. pólitískt kvennaleikhús sem er upplýsandi, fræðandi um leið mjög skemmtilegt. Hvet alla sérstaklega ungt fólk, stráka og stelpur að fara og sjá” H.A. Menningin RÚV.
"hvet alla þá sem hafa gaman að góðu leikhúsi að drífa sig" Á.Þ.Á Vikudagur
Kvenfólk er 323 sviðsetning Leikfélags Akureyrar.
Aldurshópur 12+
Höfundar og flytjendur: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Tónlist: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
Ljósahönnun; Lárus Heiðar Sveinsson
Myndbandshönnun; Jón Páll Eyjólfsson
Leikmynd, búningar og leikmunir: Íris Eggertsdóttir
Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson
Hljómsveit:
Áslaug María Stephensen Trommur
Gunnur Vignisdóttir Bassa
Una Haraldsdóttir Hljómborð
Margrét Hildur Egilsdóttir Söngur
Rödd í innrás kvennanna: Ólafur Darri Ólafsson
Rödd í útvarpi: Jón Páll Eyjólfsson
Sérsmíðuð hljóðfæri: Eiríkur Stephensen, Ilmur Stefánsdóttir
Sýningastjóri: Þórhildur Gísladóttir og Berglind Elly Jónsdóttir
Hár,förðun, aðstoð við búninga og gervi: Soffía Margrét Hafþórsdóttir
Sviðs- og leikmyndavinna: Bjarki Árnason, Magnús Viðar Arnarsson og Jón Birkir Lúðvíksson
Ljósmyndir: Auðunn Níelsson
Sérstakar þakkir
Áslaug María Stephensen…
Jón Marino Jónsson fiðlusmiður.
Kvennasögusafnið.
Rodrigo Lopes
Skrifstofa Alþingis
Sóley Úa Pálsdóttir
Stefán Daði Ingólfsson
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Þórunn Geirsdóttir
Þórhildur Örvarsdóttir