Dans og tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Sögusviðið í smiðjunni er Regnbogaland og leitin að regnboganum er þema sögunnar. Í henni lenda allir litirnir í ævintýrum við leit að regnboganum. Hver litur stendur fyrir ákveðinn eiginleika eða dygð. Leitin og ferðalagið á að sýna börnum mikilvægi hugrekkis, þakklætis, virðingar og hjálpsemi. Glæný barnatónlist verður notuð í smiðjunni og unnið verður með dans, tjáningu, slæður, hristur og litina. Guðný Ósk Karlsdóttir mun leiða börnin í gegnum söguna og syngja fyrir þau. Börnin fá því að vera virkir þáttakendur í ævintýraheimi Regnbogalands undir faglegri leiðsögn. Áhersla verður á að efla hreyfifærniþroska, ímyndunaraflið og sköpunarkraft barnanna.
Tónlistin er samin af Guðnýju Ósk Karlsdóttur og Mána Svavarssyni.
Ath: Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta í þægilegum fatnaði.
Frítt inn fyrir 1 foreldri með hverju barni.
Athugið að takmarkaður fjöldi barna kemst að í hverja smiðju.
Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.