Fara í efni
Dags Tími
01 .nóv '24 20:30

Í tilefni af 50 ára afmæli Mannakorna verða stórafmælistónleikar í Hofi 1. nóvember.

Ekkert verður til sparað til að gera upplifun gesta sem mesta og má með sanni segja að hér sé um algjörlega einstakt tækifæri til að sjá Mannakorn á tónleikum, enda kemur hljómsveitin mjög sjaldan fram nú orðið.

Mannakorn hefur sent frá sér ógrynni af slögurum í hálfa öld sem hvert einasta mannsbarn kann og elskar.

Hver man ekki eftir lögum eins og:

Reyndu aftur // Ó þú

Elska þig // Braggablús

Gamli góði vinur // Ég elska þig enn

Sölvi Helgason // Á rauðu ljósi

Einhverstaðar einhvern tímann aftur

Þetta eru tónleikar sem sannir Mannakorns aðdáendur mega alls ekki láta framhjá sér fara!