Marína Ósk fagnar útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, Athvarf, með útgáfutónleikum í Hömrum í Hofi þann 25.október n.k. Platan Athvarf er spennandi viðbót við íslenska tónlistarflóru og kynnir þessi unga söngkona nú sína eigin tónlist í fyrsta skipti. Platan hlaut styrk frá Hljóðritasjóði Rannís.
Á tónleikunum mun Marína Ósk, ásamt hljómsveit, flytja plötuna í heild sinni. Tónlistin, sem ber með sér sterkan keim söngvaskáldastíls, er tiltörulega lágstemmd og liggja helstu styrkleikar hennar í fallegum smáatriðum. Litapallettan er hlýleg og skarta laglínurnar myndrænum og lifandi textum á íslensku.
Marína Ósk er mörgum Akureyringum kunn, en hún hefur frá haustinu 2011 komið reglulega fram á tónleikum og viðburðum á Norðurlandi, stjórnaði m.a. Gospelkór Akureyrar um nokkurt skeið við góðan orðstýr og söng lagið “Ég sé Akureyri” sem samið var í tilefni 150 ára afmæli Akureyrar.
Marína Ósk, sem dvalið hefur erlendis síðustu ár í jazznámi, hefur fengið til liðs við sig listamenn og konur sem starfa á Akureyri og í Reykjavík til að flytja tónlistina og þykir einstaklega vænt um að geta boðað til þessa einstaka tónlistarviðburðar.
Ásamt Marínu Ósk koma fram:
Mikael Máni Ásmundsson á rafgítar
Stefán Gunnarsson á rafbassa
Hallgrímur Jónas Ómarsson á kassagítar
Valgarður Óli Ómarsson á trommur
Helga Hrönn Óladóttir - Bakraddir
Eik Haraldsdóttir - Bakraddir
Anna Skagfjörð - Bakraddir
Miðaverð 3000 kr, nemendur og eldri borgarar 2000 kr.
Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI.