Fara í efni
Dags Tími
21 .mar 19:00
21 .mar 22:00
Verð: 7.990 kr.

Björn Bragi, Dóri DNA, Saga Garðars, Jóhann Alfreð og Jón Jónsson mæta með glænýtt uppistand í Samkomuhúsið á Akureyri.

Uppistandið Púðursykur sló rækilega í gegn síðasta vetur og alls mættu tíu þúsund gestir að sjá það. Þar af voru tvær frábærar sýningar í Hamraborg í Hofi. Meiri Púðursykur er glæný sýning sem hefur slegið rækilega í gegn í vetur og hefur nýja sýningin verið sýnd yfir 40 sinnum í Sykursalnum í Reykjavík. Þau Björn Bragi, Dóri DNA, Saga Garðars, Jóhann Alfreð og Jón Jónsson eru í fantaformi og lofa mikilli veislu.

Sýningin er um tvær klukkustundir með hléi.