Fara í efni
Dags Tími
26 .jan 16:00
Verð frá 7.900 kr.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kynnir Meistarar Strengjanna.
Það verður spennandi efnisskrá fyrir strengjasveit hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þann 26. janúar.
Samuel Barber - Pjotr Tchaikovsky - Ólafur Arnalds
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur verk eftir 3 meistara frá ólíkum tímum sem hafa lagt mikið af mörkum til tónlistar fyrir strengjasveit.
Verk Barbers og Tchaikovsky eru með ástsælustu verkum tónlistasögunnar og hefur Adiago fyrir strengi eftir Barber spilað stórt hlutverk í fjölda kvikmynda og viðburða. Þ.á.m í kvikmyndinni Platoon frá árinu 1986 í leikstjórn Oliver Stone. Verk Ólafs Arnalds hafa haft mikil áhrif á hvernig skrifað er fyrir strengjasveitir í nútímanum, sérstaklega í kvikmyndatónlist.
Hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins sem er á miklu flugi þessa dagana: https://www.rossjamiecollins.com/concerts. Hann er meðal annars "Conductor-in-Residence" hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
 
Efnisskrá:
Tchaikovsky: Serenade for Strings
Tchaikovsky: Elegy for Strings
Barber: Adagio for Strings
Arnalds: Öldurót
Arnalds: Spiral
Hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins

 

KAUPA GJAFABRÉF á MEISTARA STRENGJANNA