Fara í efni
Dags Tími
04 .des '21 19:00
Heimilt er að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum að uppfylltum skilyrðum: Allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, verða að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst. Nauðsynlegt er að bóka tíma í hraðpróf. Prófin þarf að taka á viðurkenndum stöðum. Heimapróf eru ekki tekin gild. Hraðprófin eru frí. Vottorð um nýlega COVID-19 sýkingu eru einnig tekin gild (vottorðið þarf að vera eldra en 14 daga en yngra en 180 daga).
 
 

Bóka hraðpróf

Einfaldast er að bóka hraðpróf á www.heilsuvera.is en einnig er hægt að gera það hér í gegn:

Bóka hraðpróf - Hvannavöllum

Bóka hraðpróf - HSN Strandgata

 

Hvannavellir 10 (gamla Hjálpræðishershúsið)
Frá og með fimmtudeginum 18. nóvember færast hraðprófin sem fóru fram við Borgir að Hvannavöllum 10 (gamla Hjálpræðishershúsið). Opnunartími er:

Mánudaga til miðvikudaga 8:15 – 15:45
Fimmtudaga 8 - 18
Föstudaga 8 – 20
Laugardaga 10 – 16
Sunnudaga 10 – 14


 

Strandgata 31
Opnunartími fyrir hraðpróf alla daga frá kl: 11:15 til 12:30 nema föstudaga og laugardaga til kl. 14.00.

 

 

Hinir stórskemmtilegu jólatónleikar Norðurljósin verða nú haldnir í sjöunda sinn í menningarhúsinu Hofi. Tónleikarnir eru þekktir fyrir að vera í senn léttir og hæfilega hátíðlegir. Einvala lið tónlistarmanna að norðan koma fram ásamt þjóðþekktum gestasöngvurum og sönghópnum Rok til að flytja flytja nokkur af ástsælustu jólalögum þjóðarinnar.

Söngvarar Norðurljósanna í ár eru þau Ragnhildur Gísladóttir, Mugison, Magni Ásgeirsson, Bríet, Óskar Pétursson og Pálmi Gunnarsson.

Hljómsveit Norðurljósanna skipa Haukur Pálmason trommur, Arnar Tryggvason hljómborð, Sumarliði Helgason bassi, Kristján Edelstein gítar, Valgarður Óli Ómarsson slagverk og Valmar Valjaots píanó og fiðlu.