Fara í efni
Verðandi listsjóður
Dags Tími
20 .maí '23 20:00

Sönghópurinn Rok var stofnaður árið 2020 af hópi fólks með reynslu úr ýmsum áttum.
Meðal verkefna sem hópurinn hefur tekið þátt í er tónleikauppfærsla af Hárinu og jólatónleikunum Jólaljós og lopasokkar en báða viðburði framleiddi Rún Viðburðir. Einnig hefur hópurinn tekið þátt í jólatónleikunum Norðurljós ásamt öðrum verkefnum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Rok heldur sína eigin tónleika og ráðast þau ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur ætla að skella sér beint í rokkið. Hver er ekki til í nostalgíuna sem fylgir því að hlusta á lög með Scorpions, Heart, Queen, Led Zeppelin ásamt ýmsum öðrum í magnaðri rokksögu síðustu áratuga.
Viðburður sem þú vilt ekki láta framhjá þér fara.

 

Söngvarar:

Guðný Rut Gunnlaugsdóttir
Guðrún Arngrímsdóttir
Guðrún Linda Guðmundsdóttir
Heiður Sif Heiðarsdóttir
Jóhanna Sigmarsdóttir
Jóhannes Bjarki Sigurðsson
Jóna Björg Árnadóttir
Jón Ágúst Eyjólfsson
Maja Eir Kristinsdóttir
Selma Rut Guðmundsdóttir

 

Stjórnandi:
Jónína Björt Gunnarsdóttir

 

Hljómsveit:

Guðjón Jónsson - píanó
Hallgrímur Jónas Ómarsson - gítar
Stefán Gunnarsson - bassi
Valgarður Óli Ómarsson - trommur

 

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI liststjóði sem er samstarfverkefni Akureyrarbæjar, Menningarhússins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.