Rómantískt síðkvöld með Tríói Akureyrar
Tríó Akureyrar flytur úrval undursamlegra dægurlaga við kertalýsta kaffihúsastemningu á Móa Bistro í Hofi.
Gestir og gangandi geta litið inn, bragðað á veitingum Móa og notið sjarmerandi tónlistar frá gulláratugum dægurlagsins.
Tríóið er skipað tónlistarmönnunum Valmari Väljaots, Jóni Þorsteini Reynissyni og Erlu Dóru Vogler.
Viðburðurinn er partur af Akureyrarvöku og er í boði Akureyrarbæjar í samstarfi við Hof.
Frítt er á alla viðburði Akureyrarvöku í Hofi.