Fara í efni
Dags Tími
16 .sep '23 20:00
Verð: 10900

Skálmöld heldur tvenna útgáfutónleika til þess að fagna 6. breiðskífu sinni. Líkt og fyrri verk sveitarinnar er platan samhangandi saga sem rakin verður frá upphafi til enda, textunum varpað upp á tjald ásamt myndum og ekkert til sparað. Ýdalir segir söguna af norræna guðinum Ulli og átökum hans við orminn Níðhögg. Þá spila örlaganornirnar, Urður, Verðandi og Skuld, stórt hlutverk ásamt fleiri vættum. Eftir hlé flytur sveitin úrval eldri verka.

Skálmöld nýtur sín hvergi betur en við þessar aðstæður þar sem vítt er til veggja og saman fara hljóð og mynd. Í kjölfarið halda strákarnir svo í Evróputúr til þess að fylgja plötunni eftir.

Selt verður í sæti og tónleikarnir henta öllum aldri. Yngri áhorfendur og viðkvæmari skyldu muna eftir heyrnarhlífurm.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning skal áréttað að tónleikarnir fara fram í Háskólabíói í Reykjavík og Hofi á Akureyri, ekki í hinu ástsæla félagsheimili Ýdölum í Aðaldal. Þar er vissulega gott að vera – en við geymum það þar til síðar.

 

--

Skálmöld - Ýdalir, concert releases

Háskólabíó, September 15th

Hof, September 16th

Skálmöld is holding two concert releases to celebrate their 6th album. Similar to their previous works, the album is a cohesive saga that unfolds from beginning to end, with the lyrics presented on stage along with visuals, leaving nothing spared. Ýdalir tells the story of the Norse god Ullur and his battles against the serpent Níðhöggur. The fate goddesses, Urður, Verðandi, and Skuld, play significant roles along with other mythical beings. After an intermission, the band performs a selection of their older works.

Skálmöld thrives in environments like these, where sound and visuals come together within the wide space. Afterwards, the band embarks on a European tour to accompany the album.

The events are indeed seated, and suitable for all ages. Younger and more sensitive guests should be aware of the volume levels.

To prevent any misunderstandings, it should be clarified that the concerts will take place at Háskólabíó in Reykjavík and Hof in Akureyri, not at the beloved social venue Ýdalir in Aðaldal. It's indeed a great place to be, but we'll keep that for later.