Fara í efni
Listasumar
Dags Tími
09 .jún '24 17:00

Á þessum tónleikum munu tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir fara með áheyrendur í svolítið tónlistarferðalag og staldra hvað mest við í sumrinu. Ekki er ólíklegt að þar hitti áheyrendur þjóðskáld á borð við Huldu og Davíð Stefánsson og hver veit nema nokkrir álfar og ef til vill tröll sláist með í för. Það má því búast við fjölbreyttum tónleikum þar sem sumarið verður skoðað frá ýmsum hliðum.

Þær stöllur, Helga og Þórhildur hafa á undanförnum árum sett saman fjölda tónleikadagskráa í tali og tónum þar sem efnistökin hafa verið fjölbreytt. Þar hafa þær verið óhræddar að blanda saman tónlistarstílum, flutt bæði hefðbundnar útsetningar en einnig fært lög í nýjan og ferskan búning. Hafa nokkur þessara verkefna ratað í hlaðvarpsþætti þar sem tónlist er fléttað saman við umfjöllunarefnið.

Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Listasumars í boði Menningarhússins Hofs og Akureyrarbæjar.

Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana.

Öll velkomin með húsrúm leyfir.