Fara í efni
Barnamenningarhátíð
Dags Tími
25 .apr '24 17:00
Skandall hitar upp. Fögnum sumrinu með tónlist og skemmtilegheitum.

Það verður sannkölluð tónlistarveisla á sviði Hamraborgar í Hofi á Sumartónum Ungmennaráðs Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Akureyrarbæjar í tilefni Barnamenningarhátíðar á Akureyri.

Emmsjé Gauti er sviðsnafn rapparans Gauta Þeys Mássonar. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011. Árið 2016 gaf hann út breiðskífurnar "Vagg&Velta" og "Sautjándi nóvember" en fyrir þá fyrrnefndu var Gauti tilnefndur til alls níu verðlauna á Íslensku tónlistarverlaununum og fór heim með fimm af þeim.

Gauti er þekktur fyrir metnaðarfulla sviðsframkomu og leggur sig allan fram við að gera sem mest úr upplifun áhorfenda. Þú þarft ekki að fíla tónlist til að hafa gaman af þessum tónleikum, bara að hafa gaman af því að skemmta þér.

Skandall er stelpuhljómsveit sem var stofnuð árið 2022. Meðlimir hennar eru Inga Rós Suska Hauksdóttir (söngur), Kolfinna Ósk Andradóttir (hljómborð), Margrét Sigurðardóttir (bassi), Sóley Sif Jónsdóttir (trommur & söngur) og Sólveig Erla Baldvinsdóttir (þverflauta).

Þær stunda allar nám við Menntaskólann á Akureyri. Árið 2023 unnu þær Tónlistarkeppnina Viðarstauk í MA og árið 2024 voru þær í 2. sæti í forkeppni MA fyrir Söngkeppni Framhaldsskólanna.”

Sumartónar 2022 setja punktinn yfir i-ið á Barnamenningarhátíðinni á Akureyri í ár!

Enginn aðgangseyrir.