Sviðslistaverkið TÆRING verður sett upp á HÆLINU setri um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Verkið er innblásið af sögu berklasjúklinga sem þar dvöldu á síðustu öld og var frumsýnt haustið 2020. Verkið er samsköpun allra þátttakenda og er sérstaklega unnið inn í sýningarrýmið þar sem leiknum senum er blandað við vídeóverk og hljóðverk og einnig fara einhver atriði fram utandyra sem áhorfendur sjá út um glugga.
Listrænir sjórnendur sýningarinnar eru Vala Ómarsdóttir leikstjóri, Vilhjálmur B. Bragason leikskáld, Auður Ösp Guðmundsdóttir leikmynda- og búningahönnuður, María Kjartansdóttir vídeólistakona og ljósmyndari og Biggi Hilmars tónlistarmaður. Á meðal leikara eru Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn og Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Verkefnið hlaut styrk í aukaúthlutun Leiklistarráðs í vor og styrk úr Sóknaráætlun og er samstarfsverkefni Hælisins seturs um sögu berklanna og Leikfélags Akureyrar.
Einungis 10 áhorfendur komast á hverja sýningu. Reglum um sóttvarnir verður framfylgt.