Rún Viðburðir kynna: TEIKNIMYNDALÖGIN OKKAR
Hver elskar ekki Hakuna Matata (Konungur Ljónanna), Bibbidi-babbidi-bú! (Öskubuska), Við tölum ekki um Brúnó (Encanto), Ná mér upp á ný (Tröll) og svo mörg önnur lög úr nýjum sem gömlum teiknimyndum.
Fjölskyldusýning þar sem öll uppáhalds teiknimyndalögin okkar óma í Hofi. Öllu verður tjaldað til, leikmynd, búningar, sögumaður, kór, hljómsveit og einsöngvarar.
Flytjendur:
Jónína Björt Gunnarsdóttir
Arnþór Þórsteinsson
Magni Ásgeirsson
Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Sönghópurinn Rok
Rakel Heiða Björnsdóttir
Dansari og danshöfundur: Eydís Gauja Eiríksdóttir
Dansarar: Jóhanna Bjarkardóttir Lind, Helga Ólafsdóttir & Elfa Rún Karlsdóttir.
Hljómsveitina skipa:
Þórður Sigurðarson á píanó
Stefán Gunnarsson á bassa
Valgarður Óli Ómarsson á trommur
Hallgrímur Jónas Ómarsson á gítar
Búningahönnuður og aðstoð við leikstjórn: Margrét Sverrisdóttir
Framleiðandi: Rún Viðburðir
Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar. Viðburðurinn er einnig styrktur af KEA og Skógarböðunum, Kjarnafæði og Akureyrarbæ. Við þökkum einnig fyrir lán á búningum hjá Steps.