Harpa Arnardóttir tekur þátt í A! Gjörningahátíð í Hofi, fimmtudaginn 5. október kl. 17. A! Gjörningahátíð fer fram 5.-8. október. Ókeypis á alla viðburði.
Harpa Arnardóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og frá Háskóla Íslands 2014 með MA gráðu í ritlist. Hún er sjálfstætt starfandi sviðslistakona og hefur leikið og leikstýrt á öllum helstu leiksviðum landsins. Síðastliðið haust leikstýrði hún Hamingjudögum eftir Samuel Beckett hjá Leikfélagi Akureyrar. Harpa hefur hlotið Grímuverðlaunin fyrir bæði leik og leikstjórn auk fjölda tilnefninga og viðurkenninga. Hún er einn af stofnendum Augnabliks sem hefur staðið fyrir listviðburðum og ferðum inn á hálendi Íslands. Síðasta verkefni Augnabliks var leikritið Bláklukkur fyrir háttinn sem Harpa samdi og var sýnt á Listahátíð í Reykjavík 2018. Gjörningurinn fór fram í hirðingjatjaldi í fjórum landshlutum m.a. á Mývatnsheiði og við Snæfell.