Sunneva Kjartans sumarlistamaður Akureyrar býður upp á opinn danstíma í 15 mín sem öll geta tekið þátt í, dansreynsla er alls ekki nauðsynleg.
Stuttur og laggóður tími þar sem áhersla verður lögð á að hafa bara gaman og hrista sig smá!
Þátttökudansinn verður í Hamragili í Hofi.
Viðburðurinn er partur af Akureyrarvöku og er í boði Akureyrarbæjar í samstarfi við Hof.
Frítt er á alla viðburði Akureyrarvöku í Hofi.