Fara í efni
Dags Tími
21 .des '21 20:00
Heimilt er að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum að uppfylltum skilyrðum: Allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, verða að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst. eða PCR prófi. Vottorð um nýlega COVID-19 sýkingu eru einnig tekin gild (eldra en 14 daga en yngra en 180 daga).
Nauðsynlegt er að bóka tíma í hraðpróf. Prófin þarf að taka á viðurkenndum stöðum. Heimapróf eru ekki tekin gild. Hraðprófin eru frí.
 
Bóka hraðpróf

Strandgata 31
Opnunartími fyrir hraðpróf alla daga frá kl: 11:15 til 12:30 nema föstudaga og laugardaga til kl. 14.00.

Hvannavellir 10 (gamla Hjálpræðishershúsið)
Frá og með fimmtudeginum 18. nóvember færast hraðprófin sem fóru fram við Borgir að Hvannavöllum 10 (gamla Hjálpræðishershúsið). Opnunartími er:

Mánudaga til miðvikudaga 8:15 – 15:45
Fimmtudaga 8 - 18
Föstudaga 8 – 20
Laugardaga 10 – 16
Sunnudaga 10 – 14

 

Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og eru ófáir sem geta ekki hugsað sér aðventuna án þeirra.

Tón­leik­arn­ir eru merki­leg­ir fyr­ir þær sak­ir að þetta verður í 36. sinn sem Bubbi stend­ur fyr­ir Þorláksmessutónleikum. Fyrstu Þorláksmessutónleikarnir voru haldnir á Hótel Borg árið 1985 eða fyrir 36 árum. Þótt staðsetning tónleikana hafi breyst í gegnum tíðina má alltaf stóla á það að Bubbi mæti með gítarinn og perlar sín þekktustu lög á kvöldsins festi og rýnir í samtímann af sinni einstöku snilld.

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Bubba og mætir hann því tvíelfdur í Hof á Akureyri 21.desember 2021.

 

Þorláksmessu tónleikarnir verða á eftirtöldum stöðum á eftirfarandi dögum.

  1. desember Bæjarbíó Hafnarfirði
  2. desember Bæjarbíó Hafnarfirði
  3. desember Bæjarbíó Hafnarfirði
  4. desember Bíóhöllin Akranesi
  5. desember Hof Akureyri
  6. desember Eldborg Reykjavík

 

Nánar á Bubbi.is eða samfélagsmiðlu Bubba Morthens.

Hlökkum til að sjá ykkur.