Fara í efni
Verðandi
Dags Tími
10 .nóv 17:00

Tónar norðursins er prógram þar sem flutt verða verk eftir norðlenska höfunda. Norðurland og ekki síst Eyjafjörður eru rík af einstaklega hæfileikaríku fólki í gegnum aldir. 

Artic opera er hópur listamanna sem samanstendur af klassískt menntuðu fólki í óperusöng og hljóðfæraleik. Hópurinn mun taka fyrir allar helstu perlur Eyjafjarðar og nágrennis sem hafa glatt okkur í gegnum árin og fyllt okkur stolti að vera partur af sögu Eyjafjarðar. Sungið verður á íslensku og fróðleikur á milli laga um sögu verka og höfunda.

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.