Miðvikudagskvöldið 30. maí kl. 20:00 í Hömrum í Hofi
Upphafstónleikar Vöku sem jafnframt eru vortónleikar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
Flestir tónlistamenn Vöku munu koma fram á þessu upphafskvöldi, en sérstakir gestir verða Dansfélagið Vefarinn og Kvennakórinn Embla. Einar Guðmundsson mun frumflytja lag sem hann samdi sérstaklega fyrir þennan viðburð. Tónleikunum lýkur með almennum dansi sem Dansfélagið Vefarinn leiðir dans við undirleik harmonikuleikara í Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
Dansfélagið Vefarinn samanstendur af hópi hressra manna og kvenna sem hafa gaman af að dansa og syngja.
Kvennakórin Embla hefur það að markmiði að taka til flutnings klassísk og nútíma verk fyrir kvennaraddir. Stofnandi og jafnframt stjórnandi kórsins er Roar Kvam.
Aðgangseyrir krónur 2.800*
* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Afsláttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.
Aðrir viðburðir á Vöku:
Kaffitónleikar á Bláu könnunni
Námskeið í þjóðdansi og kórsöng í Hofi
Hádegishugvekjur í Hofi
Samspilsstundir á Götubarnum
Sjá dagskrá Vöku á www.vakafolk.is
Þjóðlistahátíðin Vaka er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra, Tónlistarsjóði, Akureyrarstofu, Norrænu menningargáttinni, Norræna húsinu, Finnska sendiráðinu, Menningarfélagi Akureyrar og Bílaleigu Akureyrar/Höldur.