Fara í efni
Dags Tími
04 .des '21 14:00
05 .des '21
06 .des '21
07 .des '21
08 .des '21
09 .des '21
10 .des '21
11 .des '21
12 .des '21
13 .des '21
14 .des '21
15 .des '21
16 .des '21
17 .des '21
18 .des '21
19 .des '21
20 .des '21
21 .des '21
22 .des '21
23 .des '21
24 .des '21
25 .des '21
26 .des '21
27 .des '21
28 .des '21
29 .des '21
30 .des '21
31 .des '21
01 .jan '22
02 .jan '22
03 .jan '22
04 .jan '22
05 .jan '22
06 .jan '22
07 .jan '22
08 .jan '22
09 .jan '22

Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna Vetrarlogn í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 4. desember 2021 klukkan 14:00 og stendur sýningin til 9. janúar 2022.

Á opnunardaginn kemur út bókin Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar, innsetningar og textaverk, sem hún hefur skapað undanfarna tvo áratugi. Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði, er ritstjóri bókarinnar og Júlía Runólfsdóttir, sá um hönnun og útlit. Ástríki útgáfa gefur bókina út.

 

Jóna Hlíf (f.1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur haldið einkasýningar á viðurkenndum sýningarstöðum, m.a. í Listasafni Reykjavíkur og í Listasafninu á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og eru verk hennar í eigu opinberra safna.

Textaverk, tilraunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tjáningu verka Jónu Hlífar. Texti sem áferð: sem leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélag, eða sem grundvöllur hugmynda. Í verkunum hefur Jóna Hlíf m.a. fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd sögunnar. Nánari upplýsingar um verk Jónu Hlífar er að finna á heimasíðu jonahlif.is